Innskráning í Karellen
news

Nálægð er orð vikunnar

27. 02. 2023

Sæl veriði kæru vinir.

Núna er hafin ný vika og áfram höldum við. Enn erum við í Vináttulotunni og lotulykill þessarar viku er orðið "Nálægð". Vinátta felur í sér nálægð, tryggð, stuðning og jákvæð samskipti. Gæði vináttu skipta miklu máli fyrir börn. Vinátta spilar stórt hlutverk í daglegu lífi barna og skiptir þau miklu máli. Vinátta er börnum nauðsyn því að hún kennir félagslega hegðun og er mikilvæg fyrir tilfinningaþroska þeirra. Vinir styðja hver annan og eru til staðar þegar eitthvað bjátar á og veita huggun. Það má því ætla að strax í upphafi skipti miklu máli að börn læri góð samskipti sem byggja á virðingu og trausti, því að samskiptin leggja grunn að vináttu til frambúðar.

Í orðaforðakennslunni þessa vikuna munum við leggja áherslu á heilsu. Hljóð vikunnar er hljóðið ,,Á’’ og tákn vikunnar í tákni með tali eru táknin ,,veikur’’ og ,,plástur’’. Þula vikunnar er ,,Baggalútur’’ og söngvar vikunnar eru ,,Við erum góð’’, ,,Lítið lasið skrímsli’’ og ,,Dómar heimsins’’. Skemmtilegar stundir framundan með áhugasömum nemendum.

Eigið yndislegar stundir þessa vikuna kæru vinir.


news

Nálægð er orð vikunnar

27. 02. 2023

Sæl veriði kæru vinir.

Núna er hafin ný vika og áfram höldum við. Enn erum við í Vináttulotunni og lotulykill þessarar viku er orðið "Nálægð". Vinátta felur í sér nálægð, tryggð, stuðning og jákvæð samskipti. Gæði vináttu skipta miklu máli fyrir börn. Vinátta spilar stórt hlutverk í daglegu lífi barna og skiptir þau miklu máli. Vinátta er börnum nauðsyn því að hún kennir félagslega hegðun og er mikilvæg fyrir tilfinningaþroska þeirra. Vinir styðja hver annan og eru til staðar þegar eitthvað bjátar á og veita huggun. Það má því ætla að strax í upphafi skipti miklu máli að börn læri góð samskipti sem byggja á virðingu og trausti, því að samskiptin leggja grunn að vináttu til frambúðar.

Í orðaforðakennslunni þessa vikuna munum við leggja áherslu á heilsu. Hljóð vikunnar er hljóðið ,,Á’’ og tákn vikunnar í tákni með tali eru táknin ,,veikur’’ og ,,plástur’’. Þula vikunnar er ,,Baggalútur’’ og söngvar vikunnar eru ,,Við erum góð’’, ,,Lítið lasið skrímsli’’ og ,,Dómar heimsins’’. Skemmtilegar stundir framundan með áhugasömum nemendum.

Eigið yndislegar stundir þessa vikuna kæru vinir.


© 2016 - Karellen