Innskráning í Karellen
news

Vináttulota hefst á Velli

13. 02. 2023

Sæl veriði kæru vinir!

Í dag hefst Vináttulota hér hjá okkur á Velli. Vináttulotan er þriðja stig félagsþjálfunar hjá okkur í Hjallastefnunni. Hún er beint framhald af bæði samskipta- og jákvæðnilotunni og í reynd hástig þeirrar félagslegu jákvæðni sem þjálfuð hefur verið. Í þessari lotu styrkjum við og eflum vináttu á allar lundir. Einnig er mikilvægt að vinna með skilgreiningar á vináttunni, álit barnanna á vináttunni og hvað það þýðir að vera vinur eða vinkona. Fjórir lotulyklar eru í þessari lotu líkt og öðrum lotum hjá okkur en fyrsti lotulykillinn er hugtakið félagsskapur.

Í orðaforðakennslunni þessa viku verður lögð áhersla á tilfinningar. Hljóð vikunnar er hljóðið ,,K’’ og Tákn vikunnar í Tákn með tali eru táknin "glaður" og "leiður". Áfram höldum við einnig að leggja inn æfingar sem efla okkar börn í hugtakaskilning en það gerum við með því að æfa t.d. rím, vinna með fornöfn, setningamyndanir, margræð orð o.fl. Þula vikunnar er ,,Baggalútur’’ og söngvar vikunnar eru ,,Vinalag’’, ,,Nammilagið’’ og ,,Tilfinningablús’’.

Hér fyrir neðan er lag með hljóði vikunnar (K)

https://www.youtube.com/watch?v=cRMX7YOkJfg&t=2s

Eigið góðar stundir.

news

Vináttulota hefst á Velli

13. 02. 2023

Sæl veriði kæru vinir!

Í dag hefst Vináttulota hér hjá okkur á Velli. Vináttulotan er þriðja stig félagsþjálfunar hjá okkur í Hjallastefnunni. Hún er beint framhald af bæði samskipta- og jákvæðnilotunni og í reynd hástig þeirrar félagslegu jákvæðni sem þjálfuð hefur verið. Í þessari lotu styrkjum við og eflum vináttu á allar lundir. Einnig er mikilvægt að vinna með skilgreiningar á vináttunni, álit barnanna á vináttunni og hvað það þýðir að vera vinur eða vinkona. Fjórir lotulyklar eru í þessari lotu líkt og öðrum lotum hjá okkur en fyrsti lotulykillinn er hugtakið félagsskapur.

Í orðaforðakennslunni þessa viku verður lögð áhersla á tilfinningar. Hljóð vikunnar er hljóðið ,,K’’ og Tákn vikunnar í Tákn með tali eru táknin "glaður" og "leiður". Áfram höldum við einnig að leggja inn æfingar sem efla okkar börn í hugtakaskilning en það gerum við með því að æfa t.d. rím, vinna með fornöfn, setningamyndanir, margræð orð o.fl. Þula vikunnar er ,,Baggalútur’’ og söngvar vikunnar eru ,,Vinalag’’, ,,Nammilagið’’ og ,,Tilfinningablús’’.

Hér fyrir neðan er lag með hljóði vikunnar (K)

https://www.youtube.com/watch?v=cRMX7YOkJfg&t=2s

Eigið góðar stundir.

© 2016 - Karellen