Innskráning í Karellen
news

Agalotan hefst á Velli

28. 08. 2023

Kæru foreldrar og vinir.

Núna er að hefjast fyrsta lota skólaársins samkvæmt kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Fyrsta lotan er Agi og eru lotulyklar hennar virðing, hegðun, kurteisi og framkoma. Lotulykill þessarar viku er ,,virðing‘‘". Oft hefur verið sagt að Agalotan sé mikilvægasta lotan í þeim skilningi að hún er nauðsynlegur undanfari alls annars í námskránni okkar og jafnvel í öllu skólastarfinu. Börnin þurfa að læra á umhverfi sitt, helstu hegðunarreglur og læra góðan samskiptamáta við hin börnin til þess að starf vetrarins geti verið friðsælt, árangursríkt og ánægjulegt. Langstærstur hluti þess aga sem Hjallastefnan viðhefur í skólum sínum er fyrirbyggjandi. Til dæmis eru R-reglurnar í hávegum hafðar í Hjallastefnustarfi röð, regla og rútína í fyrirrúmi á öllum sviðum. Þaulhugsuð dagskrá og einfaldleiki í öllu skipulagi. Þjálfun í kurteisi og mannasiðum, æfing í að heilsast og kveðjast, borðsiðir og umgengni um fataklefa eru raunveruleikatengd verkefni í þessari lotu.

Á Velli erum við með Læsis – og stærðfræðiáætlun og heldur hún okkur á góðu floti að efla okkar dásamlegu nemendur í málörvun/læsi. Í orðaforðanum er hugtakið ,,persónur‘‘ og allt sem við því kemur og í hljóðainnlögninni fær hljóðið/stafurinn ,,A‘‘ að njóta sín. Í tákni með tali eru táknin ,,mamma’’ og ,,pabbi’’. Á Velli ætlum við að vera dugleg að leggja áherslu á þulur og vísur og munum við vera með þulu/vísu vikunnar. Í þetta sinn varð fyrir valinu þulan ,,Stígur hún við stokkinn’’. Einnig ætlum við að einbeita okkur að ákveðnum lögum fyrir hverja viku í senn. Lög vikunnar eru að þessu sinni ,,Ég heyri svo vel’’, ,,Þú skalt klappa’’ og ,,Nafnavísa’’.

Við ætlum að eiga frábæran og lærdómsríkan vetur og hlökkum til samstarfsins við ykkur kæru foreldrar.


© 2016 - Karellen