Innskráning í Karellen
news

Gleði er orð vikunnar

30. 01. 2023

Sæl veriði kæru foreldrar og vinir.

Nú hefjum við fjórðu vikuna í jákvæðnilotunni og er orð vikunnar "gleði". Gleðin verður æfð með öllum tiltækum ráðum og munum að söngur og hreyfing ýtir best við þeim boðefnum heilans sem valda taugafræðilegri gleði.

Eins og alltaf leggjum við mikið uppúr því að hafa gaman í öllu okkar starfi. Lífið verður alltaf miklu skemmtilegra þegar við veljum að vera glöð og hafa gaman að hlutunum. Glatt viðmót er líka á margan hátt valkostur og ávani. Það er nefnilega hægt að venja sig á að vera glaður og sjá hlutina í víðara og jákvæðara samhengi en gengur og gerist.

Í orðaforðakennslunni verður lögð áhersla á iðju (athafnir) og hljóð/stafur vikunnar er ,,P’’. Tákn vikunnar eru táknin ,,borða’’ og ,,drekka’’. Þula vikunnar er þulan um þorrann og söngvar vikunnar eru ,,Við klöppum öll í einu’’ og ,,Það var einu sinni api’’.

Við á Velli ætlum að eiga gleðilega viku og vonum að þið gerið það líka.

Eigið dásamlega viku.

© 2016 - Karellen