Innskráning í Karellen
news

Samskiptalota hefst á Velli

08. 11. 2021

Góðan daginn kæru vinir

Í dag hefst ný lota sem heitir Samskiptalota. Lota þessi er annað stig félagsþjálfunar. Lykilhugtök í þessari lotu eru umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni og samstaða. Við byrjum á að fjalla um hugtakið umburðarlyndi sem er afar mikilvægt að hafa í félagahópnum sem og í lífinu sjálfu. Í þessari lotu verða samvinnuverkefni af ýmsu tagi efst á baugi. Þessi lota er í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar því hér er fjallað um samskiptin í sinni víðustu mynd, nemendum verður kennt að virða landamæri annarra og standa saman um jákvæða framkomu og jákvæða hegðun, enda má segja að þessi lota snúist um félagslega jákvæðni.

Í Samskiptalotunni ætlum við að leggja áherslu á stærðfræði og í orðaforðakennslunni tökum við fyrir hin ýmsu stærðfræðihugtök. Þessa vikuna leggjum við áherslu á form og mynstur. Hljóð vikunnar er ,,E’’ og í Tákn með tali eru táknin ,,stjarna’’ og ,,ferningur’’. Þula vikunnar er ,,Talnaþula’’ og söngur vikunnar er ,, Heyrðu snöggvast Snati minn’’. Stafainnlögn hjá okkar elstu nemendum hefur gengið vel og nú fer að síga á seinni hlutann á þeirri skemmtilegu innlögn. Að æfa rím, margræð orð, fornöfn, andstæður og fleira er einnig það sem við erum að vinna í en þó mismunandi hvað er gert á hverjum kjarna, áhersluatriði fara eftir aldri og þroska barna.

Hér fyrir neðan er linkur á lag með hljóði vikunnar (E).

https://www.youtube.com/watch?v=cJBwXkRmOFU

Látum þetta nægja að sinni og vonum að þið eigið dásamlega viku.

© 2016 - Karellen