Innskráning í Karellen
news

Samstaða er orð vikunnar

28. 11. 2022

Sæl veriði kæru vinir.

Í dag hefst fjórða vikan í Samskiptalotunni. Lotulykill þessarar viku er orðið Samstaða. Það orð stendur fyrir að standa saman. Standa með sínum hvort sem það er vinir, ættingjar, skólafélagar o.s.frv. Sýna samhug í verki og hverju það skiptir að sýna samstöðu. Þetta er gott innlegg í lífsins önn.

Í orðaforðakennslunni leggjum við áherslu á hugtakið afstaða. Sem dæmi um afstöðuhugtök má nefna fyrir framan, fyrir aftan, inn í, undir, fyrir utan og fyrir innan. Hljóð vikunnar er ,,G’’ og í tákni með tali eru tákn vikunnar ,,fyrir framan’’ og ,,fyrir aftan’’. Söngur vikunnar er ,,Fimm litlir apar sátu upp í tré’’ og þula vikunnar er ,,Talnaþula’’.

Hér fyrir neðan er linkur á lag með hljóði vikunnar (G).

https://www.youtube.com/watch?v=X6M8Y2x5h3k

Dásamleg vika framundan hjá okkur. Vonandi verður vikan ykkur góð.

© 2016 - Karellen