Innskráning í Karellen
news

Samstöðuvika á Velli

05. 12. 2022

Sæl veriði.

Nú er desembersmánuður hafinn í allri sinni dýrð. Þessa vikuna er Samstöðuvika á Velli en það er uppskeruvika Samskiptalotu sem hefur verið hér síðastliðnar fjórar vikur. Í þeirri lotu höfum við lagt mikla áherslu að fræða börnin okkar um hvað einkennir góð samskipti, afhverju þau eru mikilvæg og hvernig við berum okkur að í samskiptum við samferðafólk okkar í lífinu. Orð eins og umburðarlyndi, víðsýni, samstaða og hjálpsemi höfum við unnið markvisst með í leik og starfi með okkar yndislegu nemendum.

Hljóð/stafur vikunnar er ,,F’’. Upprifjun er mikilvægasta hjálpartækið þegar við þurfum að festa atriði í langtímaminninu. Þessa vikuna munum við einmitt nýta í það að rifja upp þá flokka í orðaforðanum sem við höfum lagt áherslu á síðustu fjórar vikur. Einnig munum við rifja upp þau lög sem sungin hafa verið og þær þulur sem við höfum verið að læra.

Hér fyrir neðan má finna slóð á Lubbalag vikunnar:

Eigið yndislega viku kæru vinir

© 2016 - Karellen