Innskráning í Karellen
news

Sjálfstraust er orð vikunnar

10. 10. 2022

Sælir kæru vinir

Núna hefst ný vika með nýjum áherslum, nýjum tækifærum til að hafa gleði og gaman. Áfram höldum við í Sjálfstæðilotunni og er lotulykill þessarar viku orðið "Sjálfstraust". Sjálfstraust er eins og nafnið gefur til kynna það traust sem við berum til okkar sjálfra til að leysa það vel af hendi sem fyrir liggur. Segja má að traustið byggist á því áliti sem við höfum á okkur sjálfum sem manneskjum. Við viljum að nemendurnir okkar hugsi vel til sjálfs síns og byggi upp gott sjálftraust því við erum sannfærð um að það muni skila þeim langt í lífinu. Við viljum að nemendurnir okkar séu stolt og ánægð af því sem þau eru og hafi trú á eigin getu. Þetta æfum við markvisst.

Í orðaforðakennslu þessa viku verður lögð áhersla á ,,leikföng’’. Hljóð/stafur vikunnar er ,,Ú’’ og tákn vikunnar eru ,,bók’’ og ,,leir’’. Þula vikunnar er að þessu sinni ,, Þula um leikföng og leik’’ og söngur vikunnar er ,,Indjánalagið’’.

Hér fyrir neðan er slóð á lag með hljóði vikunnar (Ú).


Eigið yndislega viku.

© 2016 - Karellen