Innskráning í Karellen
news

Umhyggja er orð vikunnar

20. 02. 2023

Núna er hafin önnur vika í Vináttulotunni okkar og er orð vikunnar Umhyggja. Að sýna umhyggju er góður kostur að bera og hægt er að sýna hana á margan máta. Það er til dæmis hægt að sýna umhverfinu umhyggju, leikskólanum sínum, fjölskyldu sinni, kennurum sínum og samnemendum svo eitthvað sé nefnt. Þetta orð er stórt og er einn af mikilvægum þáttum í vináttunni. Í leikskólanum lærum við til dæmis að þiggja umhyggju frá öðrum og þróa hæfileikann til að veita öðrum umhyggju. Vinátta gengur meðal annars út á það að vera góður við félaga sína og virða þá. Við á Velli æfum börnin í að mynda vináttutengsl, styrkja þau og efla og gætum þess að barni finnist það ekki skilið útundan, að hvert einasta barn finni að það á vin, eigi leikfélaga í leikskólanum. Það er markmið sem unnið er að, alltaf.

Í orðaforðakennslu þessa vikuna verður tekið fyrir ,,lýsing’’(lýsingarorð). Hljóð vikunnar er ,,Ö’’ og í tákni með tali eru táknin duglegur og góður. Þula vikunnar er ,,Baggalútur’’ og söngvar vikunnar eru ,,Vinátta’’, ,,Skýin’’ og ,,Vikivaka’’.

Eigið góða daga framundan.© 2016 - Karellen