Innskráning í Karellen
news

Uppskeruvika tileinkuð vináttulotu

21. 03. 2022

Heil og sæl dásamlegu vinir

Í dag hefst opin vika sem er tileinkuð vináttu. Þessi vika er í raun uppskeruvika, þar sem öll orðin eru tekin saman sem við höfum verið að fjalla um í vináttulotunni og ýmis verkefni gerð tengt þeim. Verkefnin geta verið af ýmsum toga eins og t.d. að syngja fyrir vini og vinkonur, leikrit eða myndlistarsýning svo eitthvað sé nefnt. Einnig ætlum við að rifja upp allt það sem við höfum verið að æfa okkur í varðandi Læsis- og stærðfræðiáætluninni. Alltaf gott að staldra við og líta yfir farinn veg.

Þessa vikuna ætlum við að leggja áherslu á hljóð/staf vikunnar sem er ,,R’’.

Hér fyrir neðan er linkur á lag með hljóði vikunnar (R)

https://www.youtube.com/watch?v=UnJ7jtoSrRs

Vonandi eigið þið ljúfa viku

© 2016 - Karellen