Innskráning í Karellen
news

Virkni er orð vikunnar

11. 04. 2022

Sæl veriði kæru vinir.

Í Hjallísku þáttum er þetta þriðja vikan í Áræðnilotunni okkar og er orð vikunnar orðið "Virkni". Það stendur fyrir að vera virkur í eigin lífi og ákvörðunum. Við eflum okkar nemendur í þessu og alltaf í gegnum leikinn.

Í orðaforðanum þessa viku ætlum við að æfa spurnarorð, eins og t.d. hvað, hvar, hver og hvernig. Í hljóðainnlögninni er hljóð vikunnar ,,Æ’’ og í tákni með tali eru tákn vikunnar táknin ,,hvað’’, ,,hver’’ og ,,af hverju’’. Ásamt þessu höldum við áfram að efla þætti tengt hljóðkerfisvitund. Þula vikunnar er ,,Maður og mús’’ og söngvar vikunnar eru ,,Hvar er húfan mín’’, ,,Hvar er?’’ og ,,Risatröll’’.

Hér fyrir neðan er linkur á lag með hljóði vikunnar (Æ):


Við vonum að þið eigið yndislega viku kæru vinir og óskum ykkur gleðilegra páska.

© 2016 - Karellen