Innskráning í Karellen

Kennarar á Velli nota Numicon sem efnivið í að kennar nemendum okkar tölur og stærðfræði. Numicon er frábær og skemmtilegur efniviður. Numicon veitir börnum á leikskólaaldri góðan undirbúning í að skilja stærðfræði og eykur stærðfræðiþekkingu þeirra. Auk plastkubba o.fl. þá fylgir settinu myndskreytt kennarabók sem útskýrir stærðfræðihugmyndir er mæta barninu á þessu mikilvæga stigi þess í að skilja stærðfræði. Í kennarabókinni er einnig að finna fjölda frjórra hugmynda um skemmtileg stærðfræðiverkefni fyrir inni- og útileiki í sandi og vatni, bygginga- og hlutverkaleiki, sem og hugmyndir að leikjum í matarhléum, á gólfteppinu, í "að ata út" leik og borðleik. Lykilinn og grunnþátturinn er áherslan á umræður um stærðfræði með hugmyndum til að efla stærðfræðiþekkingu innan leikskólans. Nánari upplýsingar og stuðningur við þetta sett má finna á: www.numicon.com.

Þess ber að geta að kennarar á Velli hafa farið á þrjú námskeið (grunnnámskeið og framhaldsnámskeið) í Numicon bæði hérlendis og erlendis svo þekkingin á þessum frábæra efnivið er mikil.

© 2016 - Karellen