Starfsfólk Vallar hefur sótt námskeiðið Hugarfrelsi sem er námskeið fyrir fagfólk sem starfa með börnum. Leikskólinn Völlur er að innleiða aðferðir Hugarfrelsis inn í skólastarfið í samstarfi við Hugarfrelsi.is sem er rekið af þeim Hrafnhildi Sigurðurdóttur og Unni Örnu Jónsdóttur. Samstarfið felur í sér fræðslu/námskeið (sem starfmenn eru búin að sækja), starfmenn fá gögn og fleira til að nýta í starfi með börnum. Með Hugarfrelsi er átt við það frelsi sem hverjum manni er unnt að öðlast þegar hugurinn hefur ekki lengur neikvæð áhrif á daglegt líf. Frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Að öðlast hugarfrelsi til þess að blómstra, frelsi til að nýta hæfileika sína sem best, frelsi til að velja hugsanir sínar sér og öðrum til gagns. Við kennum sem sagt nemendum okkar að vera í núinu, anda djúpt og kennum þeim slökun. Þessar aðferðir Hugarfrelsis henta vel fyrir yngstu kynslóðina þ.e. okkar nemendur. Hugarfrelsi kennir okkur að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan.

Hægt er að nánari upplýsingar um Hugarfrelsi á síðunni þeirra á https://hugarfrelsi.is/


© 2016 - Karellen