Innskráning í Karellen

Vinna við nýja menntastefnu fyrir Reykjanesbæ hófst á vormánuðum 2015. Skipaður var stýrihópur með fulltrúum allra hagsmunahópa og hefur hann fundað reglulega allt síðastliðið ár. Markmiðið í upphafi var að endurskoða gildandi skólastefnu sveitarfélagsins en fljótlega varð hugtakið menntastefna fyrir valinu. Var það ekki síst vegna þess að sameinaðir voru tveir málaflokkar hjá bænum, fræðslumálin annars vegar og hins vegar íþrótta- og tómstundamálin.

Skólastefna takmarkast oft við það hvernig haga skuli starfi skóla óháð því í hvernig umhverfi skólinn starfar. Nýrri menntastefnu er hinsvegar ætlað að vera heildstæð áætlun um það hvernig nám á öllum skólastigum, leikur, listir og íþróttir fléttast saman og stuðlar sameiginlega að því að undirbúa unga fólkið okkar sem best undir það að vera virkir þátttakendur í samfélagi 21. aldarinnar.

Hægt er að nálgast og lesa nánar um Menntastefnu Reykjanesbæjar hér (sjá link): https://www.reykjanesbaer.is/static/files/Fraedslu...

© 2016 - Karellen