Innskráning í Karellen
staff
Anna Sylwia Nieradko
Hópstjóri
Rauðikjarni
Anna Nieradko er löggiltur pólsku kennari. Í Póllandi lauk hún BA-námi í pólskri heimspeki, kennslusérgrein og MA-námi í sérkennslufræðum, sérhæfingu í félagsendurhæfingameðferð. Hún hefur alltaf séð fyrir sér að vinna með börnum. Anna elskar að eyða tíma með þeim og það veitir henni mikla gleði og ánægju. Á námsárunum vann hún samhliða námi sem barnfóstra í 5 ár, eftir það vann hún í grunnskóla sem pólskur tungumálakennari. Einnig hefur hún lokið skyndihjálparnámskeiði og mörgum uppeldisfræðinámskeiðum sem hafa hjálpað henni mikið í starfi. Hún er mjög jákvæð, virk og samskiptagóð manneskja sem elskar að vera í kringum börn. Hún Anna er frá Póllandi og hefur búið á Íslandi síðan 2018. Hún er mjög ánægð með að hún sé komin til starfa á Velli til að starfa í sínu ástkæra fagi. Samverustundir með börnum eru henni mjög ánægjulegar og er hún mjög ánægð hvað börnin á Velli hafa tekið henni vel. Hennar helstu áhugamál eru að ferðast, lesa bækur og að eyða tíma sínum á virkan hátt.
staff
Arnar Már Þóruson
stuðningur
Rauðikjarni
staff
Arnar Snær Hilmarsson
Hópstjóri
Gulikjarni
Arnar Snær er frá Hafnarfirði og var að vinna á leikskólanum Tjarnarási í 4 ár. Hann flutti á Ásbrú í maí 2021 og byrjaði að vinna á Velli í janúar 2022. Áhugamálin hans eru að spila og horfa á íþróttir. Arnar Snær stundar golf á sumrin og horfir á flest allar íþróttir.
staff
Aron Hólm Júlíusson
Hópstjóri
Gulikjarni
staff
Beauty Adah
Ræstingar
Stoðþjónusta
Beauty er búin að vera vinna á Velli síðan í október 2016. Hún er frá Nigeríu og er búin að búa hérna á Íslandi í nokkur ár. Hún elskar Ísland. Hún á tvö yndisleg börn sem hún hugsar vel um. Beauty er hress og skemmtileg, er hæfileikarík að vinna í hári og getur gert hinar ýmsu fléttur. Hún elskar einnig að syngja og hafa gaman. Hér á Velli vinnur hún í stoðþjónustunni okkar.
staff
Berglind Elva Lúðvíksdóttir
Sérkennslustýra
Berglind Elva útskrifaðist sem þroskaþjálfi frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún hóf störf á Velli árið 2013 en áður starfaði hún sem þroskaþjálfi á leikskólanum Akri. Hún hefur mikla reynslu í málefnum fatlaðra sem og uppeldisstörfum. Berglind hefur sótt ýmis námskeið sem hefur reynst henni vel í starfi. Þessi námskeið eru t.d. ; Efi-2, Íslenski málhljóðamælirinn, AEPS, Atferlisþjálfun, Atferlismótun, PECS, Smábarnalistann, hugarfrelsi o.fl. Berglind vinnur meðal annars að því að mæta þörfum barna með sérþarfir innan Vallar, sem og börnum sem búa við fjöltyngi.
staff
Brynja Sigurðardóttir
Matráður
Stoðþjónusta
Kom til okkar frá Virk og var í starfsþjálfun í rúma 6 mánuði. Hóf störf í eldhúsi 1.des 2020.
staff
Dóra Lilja Óskarsdóttir
Hópstýra
Drengjakjarni
Dóra Lilja hóf störf á Velli í febrúar 2019. Það hefur alltaf legið fyrir henni að vinna með börnum. Hún hefur reynslu af því að vinna með börnum bæði í leikskólum og grunnskólum. Hún stefnir á nám í stuðningsfulltrúanum og eftir það langar henni að mennta sig sem iðjuþjálfi. Hún elskar að syngja, vera í leiklist, hefur mikla sköpunar þrá og finnst gott að lesa sér til skemmtunar.
staff
Elsa María Waage
Hópstýra
Rauðikjarni
Elsa hefur mikin áhuga á börnum og öllu sem þeim tengjast. Hún á 3 yndisleg börn og að vera með þeim er eitt af hennar bestu áhugamálum. Elsa er einnig menntaður leikskólaliði.
staff
Elzbieta Rodak
Kjarnastýra
Grænikjarni
Elzbieta er frá Póllandi. Hún er grunnskólakennari að mennt og útskrifaðist árið 2003 í Póllandi. Hún hefur verið búsett á Íslandi síðan í september 2006. Hún starfaði áður sem deildarstýra á leikskólanum Kríubóli á Hellissandi en árið 2016 kom hún til okkar á Völl og er núna Kjarnastýra.
staff
Esther Agbaoje
Leikskólaleiðbeinandi
Stúlknakjarni
staff
Freyja Rún Óskarsdóttir
Stuðningur
Grænikjarni
staff
Gunnlaug Ragnheiður Sölvadóttir
Hópstýra
Grænikjarni
Gunnlaug hefur mikla reynslu af starfi með börnum bæði hér á Íslandi og í Danmörku en hún bjó þar í nokkur ár. Hún á einn dreng og er í sambúð. Gunnlaug er menntaður Sjúkraliði. Þegar hún byrjaði að starfa á Velli og kynntist Hjallastefnuvinnubrögðum varð hún hugfanginn. Hún elskar allt starf með börnum. Hún stefnir á að mennta sig sem Þroskaþjálfi eða kennari.
staff
Gunnur Bryn Ólafsdóttir
Hópstjóri
Gulikjarni
staff
Heiðrún Eva Gunnarsdóttir
aðstoðarleiðbeinandi
Bláikjarni
staff
Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir
Verkefnisstýra
Stoðþjónusta
Heiðrún er verkefnisstjóri fjölmenningar á Velli. Hún starfaði í leikskólanum Gimli frá 1990 til ársins 2007. Heiðrún var leikskólastjóri í Hjallastefnuleikskólanum Akri frá 2007- 2012. Árin 2015-20 starfaði hún sem læsisráðgjafi fyrir leikskóla hjá Menntamálastofnun. Heiðrún hóf störf á Velli í janúar 2020. Heiðrún útskrifaðist sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands árið 1996, lauk diplómu í Námi og kennslu ungra barn frá KÍ 2006, lauk master í Hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ 2014 og D-vottun í verkefnastjórnun frá EHÍ 2018. Heiðrún er einnig verkefnisstjóri fagháskólanáms í leikskólafræði, samstarfsverkefnis Keilis og Háskóla Íslands.
staff
Hulda Björk Stefánsdóttir
Leikskólastýra
Stoðþjónusta
Hulda Björk tók við stöðu leikskólastjóra á Velli í maí 2019. Þar á undan var hún leikskólastjóri á Sólborg frá júlí 2012. Hulda er útskrifaður leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri og vann áður sem leikskólakennari í Hjallastefnuleikskólanum Akri.
staff
Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir
Leiðbeinandi
Ingibjörg útskrifaðist af Starfsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja vorið 2019. Ingibjörg byrjaði á Velli í júní 2019 og hefur verið að vinna í stoðþjónustu á leikskólanum. Hún hóf diplómanám í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands haustið 2022. Ingibjörg elskar að vinna með börnum og hefur alltaf viljað starfa á leikskóla.
staff
Joanna Teresa Wilczynska
Matsveinn
Stoðþjónusta
Joanna flaug til Íslands með fjölskyldu minni árið 2000. Hún hefur verið hjallastefnukennari síðan 2016 og líkar mjög vel við að vinna á Velli. Hún elskar að ver með fjölskyldu sinni og vinum en henni finnst líka yndislegt að lesa góða bók.
staff
Kamila Lesniewska
Kjarnastýra
Gulikjarni
Kamila er fædd í Póllandi en flutti til Íslands 2007. Hún er með BA gráðu í sögu frá Háskólanum í Szczecin og grunnskólakennsluréttindi. Kamila vann í grunnskóla í Póllandi í 5 ár sem Sögukennari. Þegar hún kom til Íslands kom hún til starfa á Velli og hefur unnið þar síðan. Árið 2013 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA gráðu í ensku. Hennar áhugamál eru tungumál, saga, kvikmyndir og bókmenntir. Kamila á þrjár yndislegar stúlkur.
staff
Katarína Niznianska
Kjarnastýra
Drengjakjarni, Stúlknakjarni
Katarína er frá Slóvakíu og kom til Íslands árið 2002. Hún hóf störf á Velli haustið 2012. Hún útskrifaðist sem kennari árið 2001 síðan bætti hún við sig leikskólakennarafræði og útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2018. Hún hefur sótt ýmis námskeið sem hefur reynst henni vel í starfi. Katarína hefur margra ára reynslu af starfi með börnum. Hún er gift, fjögurra barna móðir og er einstaklega flink í skipulagningu. Áhugamálin hennar eru að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum, hún elskar að ferðast og hefur mikinn áhuga á tungumálum. Einning spilar Katarína á gítar.
staff
Klaudia Borysowska
Hópstjóri
Drengjakjarni
staff
Kornelia Izabella Gruszka
Kjarnastýra
Rauðikjarni
Kornelia er menntaður enskukennari frá Teacher training college, Lodz í Póllandi. Hún hefur sótt mörg námskeið sem tengjast vinnu með börnum á mismunandi aldri, meðal annarrs: notkun tónlistar í kennslu ungra barna, umsjónamaður sumarbúða, barnaskemmtikraftur, svo fátt eitt sé nefnt. Kornelia er frá Póllandi og kom til Íslands árið 2016. Hún hóf störf á Velli vorið 2017. Hún vann áður í enskumælandi leikskóla sem ensku og leikskólakennari. Hún starfaði einnig í tungumálaskóla í Póllandi með börnum bæði á leikskóla og grunnskólaaldri. Að vinna með börnum veitir henni mikla ánægju og henni finnst forréttindi að fá að vinna við það sem henni líkar. Áhugamál hennar eru að eyða tíma með fjölskyldu sinni, læra ný tungumál, lesa bækur og Zumba dans
staff
Magdalena Maria Gwozdziewska
stuðningur
Magdalena er fædd í Póllandi og flutti til Íslands 2016. Hún er með meistaragráðu í pólsku frá Háskólanum í Poznań og útskrifaðist sem talmeinafræðingu frá Háskóla í Poznań árið 2011. Hún er að mennta sig sem kennari hér á Íslandi. Magdalena starfaði áður sem deildarstjóri á leikskólanum Háaleiti. Hún hefur sótt ýmis námskeið sem hafa reynst henni vel í starfi. Hún elskar að vinna með börnum. Hennar áhugamál eru ferðast og kvikmyndir. Magdalena byrjaði á Velli í september 2019.
staff
Malgorzata Katarzyna Nasilowska
hópstjóri
Stúlknakjarni
staff
Martina Vyplelová
Leiðbeinandi
Bláikjarni
Martina er frá Slóvakíu. Hún byrjaði að vinna á Velli í 2015. Árið 2018 útskrifaðist hún með grunndiplómu í íslensku sem annað mál, frá HÍ. Árið 2019 útskrifaðist hún sem leikskólaliði í Borgarholtsskóla og árið 2020 byrjaði Martina að læra þroskaþjálfafræði í HÍ. Hún er gift og á þrjú börn. Áhugamálin eru fjölskyldan, ferðalög, góður matur að borða og að lesa bækur.
staff
Natalia Zhyrnova
Hópstjóri
Rauðikjarni
staff
Siri N á Svöð Brynhildardóttir
Hópstýra
Bláikjarni
Siri er frá Færeyjum. Hun flutti sem unglingur til Danmörku og kom til Íslands 2017. Hun byrjaði að vinna á Velli í janúar 2018 og elskar hún að starfa á Velli. Siri hefur unnið með fólki sem glímir við geðræn vandamál og ýmsar fíknir í Danmörku. Hún hefur mikla ástríðu og trú á að fólki geti náð bata og hefur að mestu starfað á þeim vettvangi. Siri hefur miklan áhuga á tónlist og íþróttum. Hún spilar á gítar, trommur og er í blaki hjá Keflavík.
staff
Steinunn Gyða Guðmundsdóttir
Meðstýra
Stoðþjónusta
Steinunn er gift þriggja barna móðir. Hún úskrifaðist sem leikskólakennari fyrir um 15 árum og hef starfað síðan hjá Hjallastefnunni síðan þá. Hún byrjaði á leiksólanum Ásum í Garðabæ, efir það flutti hún sig á leikskólann Völl fyrir rúmlega 10 árum síðan. Hennar helstu áhugamál eru ýmiskonar s.s fjallganga, hlaup og almenn heilsurækt.
staff
Sunneva Jónasdóttir
Hópstjóri
Grænikjarni
Stúdent
staff
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Hópstýra
Drengjakjarni
Sveinbjörg kláraði grunndiplóma í leikskólafræði í desember 2016. Hún hefur unnið á Velli síðan 2017. Hún kemur frá Vestfjörðum og stundar lyftingar af krafti. Henni þykir gaman að vinna með börnum.
© 2016 - Karellen