news

Lestrarátak Lubba

23. 04. 2019

þann 15. mars hófst lestrarátak Lubba í leikskólanum og stóð það fram að páskum. Markmiðið með átakinu var að börn og foreldrar ættu gæðastund heima við yndislestur. Þegar foreldrar höfðu lesið fyrir barnið bók þá var nafn bókarinnar skráð á Lubbabein úr pappír ásamt upplýsingum um blaðsíðufjölda. Dagin eftir kom barnið með Lubbabeinið sitt og starfsmaður festi beinið á hurð þar sem mynd af Lubba hékk.

Alls bárust leikskólanum 732 Lubbabein og lásu foreldrar samtals 19.030 blaðsíður fyrir börnin sín á tímabilinu. Það er því augljóst að margar fjölskyldur nutu góðs af því að eiga gæðastund með yndislestri á tímabilinu.

Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu lestrarátaki fyrir frábæra þátttöku. Einnig þökkum við Finni teiknikennara kærlega fyrir að teikna flotta Lubbamynd fyrir okkur og Ingu á framkvæmdasviði að fjölfalda teikningu Finns svo að allar deildir gætu haft mynd af Lubba á hurðinni sinni.

© 2016 - 2021 Karellen