news

Nýráðnir starfsmenn í Leikskólanum Kirkjugerði

21. 02. 2019

Í desember og janúar voru auglýstar lausar stöður í leikskólnaum Kirkjugerði. Um var að ræða almennar stöður leikskólakennara , 50% stuðningsstöðu og 30% stöðu sérkennara.

Alls bárust 13 umsóknir um stöðurnar og voru eftirfarandi einstaklingar ráðnir:

Hrafnhildur Sigmarsdóttir starfsmaður á Höfðavík.

Þórdís Eva Þórsdóttir starfsmaður á Prestavík.

Í afleysingastöður voru ráðnar Drífa Þorvaldsdóttir, Eygló Dís Alfreðsdóttir og Særós Eva Stefánsdóttir.

Í 50% stuðningsstöðu var ráðin Fanndís Ómarsdóttir.

Í 30% sérkennarastöðu var ráðin Erna Georgsdóttir.

Við bjóðum nýja starfsmenn velkomna til starfa og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

© 2016 - 2021 Karellen