news

Að tjá sig skiptir máli

21. 10. 2019

Sæl veriði kæru vinir. Í dag hefst fjórða vikan í Sjálfstæðislotunni okkar. Lotulykill þessarar viku er orðið "Tjáning". Það að geta tjáð sig og er mikilvægur eiginleiki fyrir hvern og einn að hafa í lífinu. Við viljum að nemendurnir okkar tjái sig og finni það öryggi að þau geta það alltaf í hvaða aðstæðum sem er. Það er þó þannig að ekki er öllum þessi eiginleiki í blóð borinn og við misjöfn eins og við erum mörg. Ástæðurnar fyrir því geta verið margar. En útaf því teljum við afar mikilvægt að þjálfa þennan þátt sem og aðra hjá okkar nemendum. Þetta er liður í einstaklingsþjálfunni okkar hjá Hjallastefnunni.

Í Mætti Málsins erum við enn að æfa okkur í Litum og er þetta síðasta vikan í því orðaforðahugtaki. "V" er hljóð vikunnar og í Tákn með tali eru tákn vikunnar; "Undir" og "Yfir". Að efla nemendur okkar í hljóðkerfisvitund er markmið hjá 3-6 ára börnum hjá okkur, eins og margir vita. Að efla þau í hljóðkerfisvitund gerum við allt í gegnum leik með mismunandi hætti og fer eftir þroska barna hverju sinni hvað er æft. Með þessu er átt við að við erum að æfa nemendur okkur í rími, setningarmyndun, fornöfnum, andstæðum, afstöðuhugtökum, margræðum orðum o.s.frv. Stafainnlögn heldur sínu striki hjá elstu nemendum okkar og eru skólaheimsóknir hjá þeim hafnar. Þau fóru í heimsókn um daginn í Háaleitisskóla sem vakti mikla lukku. Læt þetta nægja að sinni.

Eigið dásamlega viku kæru vinir.

© 2016 - Karellen