Innskráning í Karellen
news

Áræðnilota hefst á Velli

02. 04. 2024

Sæl kæru foreldrar og vinir!

Vonandi hafa allir átt ánægjulegt páskafrí.

Áfram höldum við að fræða okkur og börnin í gegnum leikinn og í þessari viku hefst sjötta og jafnframt síðasta lotan hjá okkur sem við köllum Áræðnilotuna. Í þessari lotu er lögð áhersla á kjark, kraft, virkni og frumkvæði. Hér reynir á áræðni, kjark og framkvæmdagleði og kjarkæfingarnar geta verið af ýmsum toga. Hér er fengist við leiðtogahæfileika og hæfni til að þora að standa fyrir máli sínu, til dæmis með rökræðum og heimspekilegri úrvinnslu. Orðið Kjarkur er lotulykill þessarar viku.

Í orðaforðakennslunni þessa vikuna leggjum við áherslu á orð tengt ýmis konar hreyfingu. Stafur/hljóð vikunnar er ,,Ð’’ og í tákni með tali eru orðin ,,undir’’ og ,,ofan á/ upp á. Þula vikunnar er ,,Maður og mús’’ og söngvar vikunnar eru: Höfuð, herðar, hné og tær/Við klöppum öll í einu/Upp á fjall og Lína langsokkur.

Hér fyrir neðan er linkur á lag með hljóði vikunnar (Ð)

https://www.youtube.com/watch?v=IqjOn4kbF5I

Eigið gleðilega viku kæru vinir og vinkonur.

© 2016 - Karellen