Búið er að byggja upp hluta af útikennslusvæði fyrir leikskólann Völl. Það er glæsilegt leiksvæði sem nýtist nemendum og starfsfólki í leik og starfi og hefur nú þegar notið mikillar vinsældar. Svæðið er sérstaklega hannað með það í huga að þar geti farið fram útikennsla fyrir leikskólabörn. Á svæðinu hefur verið smíðaður glæsilegur sandkassi, lestin færð og löguð, völundarhús fært út, búin lítil brekka og hólar á lóðinni og sett niður bekkir og áhorfendastúka, tré gróðursett sem mynda skjól. Það á eftir að klára seinni hlutann af útisvæðinu sem við köllum í dag kofasvæði. Stefnt var að því að það yrði gert á þessu ári en búið er að seinka því aðeins. Við notum það þó í starfi með börnum en á því svæði eru engin leiktæki og er það náttúran sem ræður þar ríkjum.

© 2016 - Karellen