Innskráning í Karellen
news

Áfram við höldum ...

13. 05. 2019

Sæl veriði á þessum vindasama mánudegi. En þótt vindurinn blæs að þá erum við alltaf með sól í hjarta. Það styttir líka upp um síðir. Með bjartsýnina og vopni höldum við glöð inní þessa viku. Það verður sem fyrr nóg að gera og vert að geta þess að afar spennandi tímar eru framundan hjá okkar elstu nemendum. Þessa viku nánar tiltekið á miðvikudaginn fara þau með sínum kennurum í 2 nátta útskriftarferð í Vatnaskóg. Það er mikil hefð hér á Velli að bjóða uppá svona ferð fyrir útskriftarnemendur ár hvert og eru þau flest öll sem vilja fara. Þeir sem ekki treysta sér eru auðvitað velkomnir að vera heima. En við á Velli sem verðum eftir ætlum að hafa nóg fyrir stafni þessa vikuna. Áfram höldum við í vor-og sumarlotunni. Þar er af mörgu að taka að fræða börnin í. Þessa vikuna klárum við orðaforðahugtakið "Umhverfi úti" og í hljóðainnlögninni er hljóð vikunnar hljóðið "Ö". Í Tákn með tali eru tákn vikunnar táknin "Bolti" og "Vindur". Í viðbót þetta höldum við áfram að efla þætti hljóðkerfisvitundar, grófhreyfingar, fínhreyfingar barnanna, félagsfærni sem og aðra þætti sem mælt er með að efla.

Eigið góða viku framundan kæru vinir.

© 2016 - Karellen