Innskráning í Karellen
news

Áræðnilota hefst í dag!

18. 03. 2019

Sæl veriði kæru vinir! Í dag hefst ný lota hjá okkur í Hjallastefnunni og heitir þessi lota Áræðnilota. Í þessari lotu er lögð áhersla á kjark, kraft, virkni og frumkvæði. Hér reynir á áræðni, kjark og framkvæmdagleði og kjarkæfingarnar geta verið af ýmsum toga. Hér er fengist við leiðtogahæfileika og hæfni til að þora að standa fyrir máli sínu, til dæmis með rökræðum og heimspekilegri úrvinnslu. Orðið Kjarkur er lotulykill þessarar viku.

Í Mætti Málsins höldum við áfram að efla orðaforðann í "Dýrum" í orðaforðakennslunni okkar. Hljóð vikunnar er hljóðið "A". Í Tákn með tali eru tákn vikunnar "Lítill" og "Stór". Áfram höldum við að efla hugtakaskilning barnanna og stærðfræðina hjá elstu nemendunum okkar. Þess ber einnig að geta að nemendurnir okkar eru búin að vera vinna í verkefnum tengt listahátíð barna en hún verður haldin í byrjun maí, nánar auglýst síðar.

Eigið yndislega viku.

© 2016 - Karellen