Innskráning í Karellen
news

Ég er bara ég

15. 10. 2018

Góðan daginn kæru vinir. Á þessum fallega mánudegi hefst ný vika á Velli sem er full af nýjum tækifærum að hafa gleði og gaman með okkar dásamlegu nemendum. Áfram höldum við í Sjálfstæðislotunni sem er frumstig einstaklingsþjálfunar hjá okkur í Hjallastefnunni. Lotulykill þessarar viku er orðið "Öryggi". Í því felst að þjálfa okkar nemendur að vera örugg með sjálfan sig, vera stoltur af því sem sá eða sú er. Í þessari lotu reynum við að styrkja "ég"-hugsun með öllum tiltækum ráðum. Við til dæmis mokum í nemendur aðdáun og virðingu og reynum að upphefja hvern og einn við öll hugsanleg tækifæri. Allt er þetta gert til að styrkja okkar nemendur.

Í Mætti Málsins höldum við einnig áfram að efla málþroskann. Í orðaforðanum höldum við áfram að fjalla um "Liti". Hljóð vikunnar er hljóðið "T" og í Tákn með tali eru táknin "Blað" og "Sækja" tákn vikunnar. Þjálfun á hugtakaskilningi heldur áfram sem og stafainnlögnin hjá okkar elstu. Það er búið að vera gaman að fylgjast með okkar elstu þar, standa sig vel.

Eigið frábæra viku kæru vinir


© 2016 - Karellen