Innskráning í Karellen
news

Frumkvæði er orð vikunnar

08. 04. 2019

Sæl veriði kæru vinir. Okkar á Velli býður skemmtileg vika með fullt af æfingum, verkefnum, söngvum og gleði úti jafnt sem inni. Við erum enn í Áræðnilotunni þar sem við höfum unnið undanfarnar vikur með kraftinn, kjarkinn, virknina og nú þessa vikuna orðið "Frumkvæði". Við styrkjum Frumkvæði barnanna og fjöllum um þetta orð vitsmunalega og verklega um möguleika nemendana til að hafa áhrif á umhverfi sitt með nýjum hugmyndum, nýjum lausnum, lýðræðislegum reglubreytingum og formlegum tillögugerðum til stofnanna og aðila sem hafa áhrif á líf okkar.

Í Mætti málsins höldum áfram að efla orðaforðann í orðaforðahlutverkinu " Farartæki". Hljóð vikunnar er hljóðið "e" og tákn vikunnar í Tákn með tali eru táknin " Við hliðina á" og " Milli". Í viðbót við þetta höldum áfram að efla þætti tengt hljóðkerfisvitundinni s.s. æfa rím, efla fornöfn og eignafornöfn, margræð orð, setningamyndun o.fl.

Við vonum að þið eigið dásamlega viku framundan.

© 2016 - Karellen