Innskráning í Karellen
news

Gleðivika

05. 02. 2018

Sæl veriði kæru foreldrar og gleðilega Gleðiviku. Nú er uppskeruviku Jákvæðnilotu og þá tökum við saman það sem búið er að fara yfir og vinnum með það. Í þessari viku verður spennandi að sjá hvað kennarnir og nemendur taka sér fyrir hendur og skapa. Eitt er víst að undanfarnar viku í þessari lotu hafa verið afar gleðilegar og jákvæðar. Gleðisöngvar, leikrit, þrautabrautir, listaverk sköpuð og fleira og fleira. Allt unnið í gegnum leikinn.

Í Mætti Málsins fjöllum við í þessari viku enn meira um "Mat" en það er þema okkar í orðaforðanum. Hljóð vikunnar er hljóðið "HJ" eins og í (hjóla-hjalli-Hjalta ...o.sfrv.). Tákn vikunnar í Tákn með tali eru táknin "Búið" og "Takk". Áfram unnið í stærðfræðinni hjá þeim elstu og að efla þætti hljóðkerfisvitundar.

Við bendum á að á morgun 6.febrúar er Dagur leikskólans. Sá dagur er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins og er þetta í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn. Dagur þessi, 6. febrúar, er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.

Eigið góða viku kæru vinir


© 2016 - Karellen