Innskráning í Karellen
news

Samskiptalotan hefst á Velli

06. 11. 2018

Sæl veriði kæru foreldrar og vinir.

Á þessum fallega þriðjudegi hefst ný vika hjá okkur þar sem það var starfsdagur hjá okkur í gær og foreldraviðtöl. Margir foreldrar náðu að koma sem var frábært. Við minnum þó á að ef einhver komst ekki í gær að þá er ekkert mál að biðja um foreldraviðtal á næstunni. Endilega verið í bandi við hópakennara barnsins ykkar ef þið óskið eftir viðtali. Varðandi starfið okkar að þá heldur það áfram eins og venja er. Í dag hefst ný lota sem heitir Samskiptalota. Lota þessi er annað stig félagsþjálfunar. Lykilhugtök í þessari lotu eru nokkur og byrjum við á að fjalla um hugtakið Umburðarlyndi. Það er nú afar mikilvægt að hafa í félagahópnum sem og í lífinu sjálfu. Í þessari lotu verða samvinnuverkefni af ýmsu tagi efst á baugi. Tveir og fleiri saman í verkefnum, samvinna verður í kynjablönduninni og samvinna verður á milli eldri og yngri kjarna. Þessi lota er í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar því hér er fjallað um samskiptin í sinni víðustu mynd, nemendum verður kennt að virða landamæri annarra og standa saman um jákvæða framkomu og jákvæða hegðun, enda má segja að þessi lota snúist um félagslega jákvæðni.

Í markvissri málörvun erum við sem áður að vinna að ýmsum þáttum og ber þar fyrst að nefna Orðaforðakennsluna okkar. Þar erum við enn að fjalla um dýpka okkar orðaforða í "Fatnaði". Hljóð vikunnar er hljóðið " J " og í Tákn með tali eru táknin " Peysa" og "Buxur" tákn vikunnar. Stafainnlögn hjá okkar elstu nemendur hefur gengur vel og nú fer að síga á seinni hlutann á þeirri skemmtilegu innlögn. Að æfa rím, margræð orð, fornöfn, andstæður og fleira er einnig það sem við erum að vinna í en þó mismunandi hvað er gert á hverjum kjarna, áhersluatriði fara eftir aldri og þroska barna.

Látum þetta nægja að sinni. Eigið frábæra viku




© 2016 - Karellen