Innskráning í Karellen
news

Útivera og lesa fyrir börn

11. 06. 2018

Nú er önnur vika í júní hafin og bíðum við ólm eftir að sólin á lofti láti sýna sig. En þrátt fyrir það gerist ekki að þá er ágætis veður sem við munum nýta vel með sól í hjarta. Útivera verður í hávegum höfð þessar vikur fram að sumarlokun. Útivera er mikilvægur þáttur af námi barna því hún eykur lífsgæði og þol og hressir og kætir. Nærumhverfi leikskólans verður skoðað í þaula sem og kennarar munu reyna að fara í einhverjar vettvangsferðir næstu vikurnar. Röð, regla og rútína verður þó einnig í hávegum höfð sbr. valið okkar góða og skemmtilegu hópatímarnir. Við munum líka halda áfram upprifjuninni í Mætti Málsins þ.e. markvissri málörvun til þess að halda henni við. Við hvetjum ykkur foreldra að taka virkan þátt í því sbr. að lesa heima fyrir börnin. Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir máli að lesa oft fyrir börn. Það eykur orðaforða og eflir bernskulæsi. Gæði lestrarstunda skipta einnig miklu máli. Lestrarstund á að vera skemmtileg stund þar sem bæði foreldri og barn njóta þess að lesa og spjalla saman um efnið

Eigið dásamlega viku.

© 2016 - Karellen