Máttur Málsins er áætlun í markvissri málörvun. Áætlun þessi hófst sem þróunarverkefni hér á Velli haustið 2011 og verið í þróun síðan. Áætlunin þjálfar kerfisbundið hljóðkerfisvitund og málvitund barna í leik og starfi innan leikskólans. Sérstök áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun og að þeim þáttum er snúa að myndun læsis. Áætlunin er einföld í notkun, kerfisbundin og aldurskipt þ.e. 2-3 ára, 3-4 ára, 4-5 ára og 5-6 ára. Hún er lotuskipt með lotulyklum Hjallastefnunnar, með orðaforðakennslu (hvert hugtak í 3 vikur), hljóðainnlögn (eitt hljóð á viku) og þættir tengdir hljóðkerfisvitund eru þjálfaðir. Þessi markvissa vinna hefur skilað miklu fyrir börnin á Velli og hafa niðurstöður úr Hljóm-2 og Leið til læsi staðfest það. Yfirumsjón með þessu verkefni hefur verið hún Katrín Ruth Þorgeirsdóttir sérkennslustjóri Vallar.

Þess ber að geta að í vinnu með framkvæmd þessara áætlunar er notaður ýmiss konar efniviður og frábær kennsluefni sem hafa verið þaulreynd og búin til af talmeinafræðingum og fagfólki. Þessi efniviður er t.d. Lærum og leikum með hljóðin eftir hana Bryndísi Guðmundsdóttir talmeinafræðing, Lubbi finnur málbein eftir þær Þóru Másdóttur og Eyrúnu Ísfold Gísladóttur. Tölum saman, Ljáðu mér eyra, Markviss Málörvun o.fl.

© 2016 - Karellen