Innskráning í Karellen
news

Bjartsýni er orð vikunnar

22. 01. 2024

Sæl veriði kæru vinir!

Áfram höldum við í jákvæðislotunni og er orð vikunnar Bjartsýni. Jákvæðni er ofboðslega mikilvægur eiginleiki. Að búa yfir jákvæðni er lykilþáttur á hvaða sviði lífsins sem er og gerir tilveruna svo miklu auðveldari. Hún drífur okkur áfram þegar illa gengur og hvetur mann til þess að taka áhættu. Við kennum börnum að líta á björtu hliðarnar, að vera bjartsýn. Við hvetjum nemendur okkar að taka áhættu og ögra sjálfum sér. Með þeirri getu gerir þau betur í stakk búin að yfirstíga áskoranir. Lykillinn er að gefa þeim verkefni sem reyna á hæfni þeirra, eru erfið en leysanleg. Í öðru lagi sýnum við börnum ástúð og kærleika og erum þeirra fyrirmyndir í samskiptum. Með fallegum samskiptaháttum eiga nemendur meiri tækifæri að þróa með sér bjartsýni og vera vongóð. Ást frá foreldrum kennir líka börnum að treysta öðru fólki. Að hrósa börnum á einlægan hátt skiptir líka miklu máli og reynum við alltaf að vera dugleg í því. Við látum nemendur okkar vita hvað það stóð sig vel í og hvetjum þau til frekari afreka. Við kennum þeim lausnamiðaða hugsun, það er að leysa má verkefni á ýmsan máta og verkefni eru ekki óyfirstíganleg. Við kennum þeim að vera með jákvæðnina og bjartsýnina að leiðarljósi.

Í orðaforða kennslunni leggjum við áherslu á farartæki þessa vikuna. Hljóð vikunnar er ,,O’’ og ,,Ó’’.Tákn vikunnar er ,,bíll’’ og ,,flugvél’’. Þula vikunnar er ,,Þulan um þorrann’’ og söngvar vikunnar eru ,, Um landið bruna bifreiðar’’- ,,Sigling (Hafið bláa hafið)’’- ,,Þorraþræll’’ og ,,Krummavísur’’.

Hér fyrir neðan eru linkar með hljóðum vikunnar:

https://www.youtube.com/watch?v=CGehyWZICgM

https://www.youtube.com/watch?v=UJDwjWI99Ss

Eigið góða viku kæru vinir

news

Bjartsýni er orð vikunnar

22. 01. 2024

Sæl veriði kæru vinir!

Áfram höldum við í jákvæðislotunni og er orð vikunnar Bjartsýni. Jákvæðni er ofboðslega mikilvægur eiginleiki. Að búa yfir jákvæðni er lykilþáttur á hvaða sviði lífsins sem er og gerir tilveruna svo miklu auðveldari. Hún drífur okkur áfram þegar illa gengur og hvetur mann til þess að taka áhættu. Við kennum börnum að líta á björtu hliðarnar, að vera bjartsýn. Við hvetjum nemendur okkar að taka áhættu og ögra sjálfum sér. Með þeirri getu gerir þau betur í stakk búin að yfirstíga áskoranir. Lykillinn er að gefa þeim verkefni sem reyna á hæfni þeirra, eru erfið en leysanleg. Í öðru lagi sýnum við börnum ástúð og kærleika og erum þeirra fyrirmyndir í samskiptum. Með fallegum samskiptaháttum eiga nemendur meiri tækifæri að þróa með sér bjartsýni og vera vongóð. Ást frá foreldrum kennir líka börnum að treysta öðru fólki. Að hrósa börnum á einlægan hátt skiptir líka miklu máli og reynum við alltaf að vera dugleg í því. Við látum nemendur okkar vita hvað það stóð sig vel í og hvetjum þau til frekari afreka. Við kennum þeim lausnamiðaða hugsun, það er að leysa má verkefni á ýmsan máta og verkefni eru ekki óyfirstíganleg. Við kennum þeim að vera með jákvæðnina og bjartsýnina að leiðarljósi.

Í orðaforða kennslunni leggjum við áherslu á farartæki þessa vikuna. Hljóð vikunnar er ,,O’’ og ,,Ó’’.Tákn vikunnar er ,,bíll’’ og ,,flugvél’’. Þula vikunnar er ,,Þulan um þorrann’’ og söngvar vikunnar eru ,, Um landið bruna bifreiðar’’- ,,Sigling (Hafið bláa hafið)’’- ,,Þorraþræll’’ og ,,Krummavísur’’.

Hér fyrir neðan eru linkar með hljóðum vikunnar:

https://www.youtube.com/watch?v=CGehyWZICgM

https://www.youtube.com/watch?v=UJDwjWI99Ss

Eigið góða viku kæru vinir

© 2016 - Karellen