Innskráning í Karellen

Hugmyndafræði Hjallastefnunnar samanstefndur í stórum dráttum af nokkrum meginatriðum sem lita allt leikskólastarfið.

  • Fyrst ber að nefna að nemendahónum er skipt á kjarna (deildir) til að mæta ólíkum þörfum beggja kynja og til að geta leyft stúlkna- og drengjamenningu að njóta sín jafnhliða því sem unnið er gegn neikvæðum afleiðingum hefðbundinna staðalímynda og kynhlutverka um möguleika stúlkna og drengja.
  • Í öðru lagi er áhersla á opinn og skapandi efnivið og lausnir barnanna sjálfra í stað leikfanga og hefðbundinna námsbóka.
  • Í þriðja lagi er lagt upp úr jákvæðum afa og hegðunarkennslu þar sem nemendur læra á lýðræðislega samskiptahætti innan ákveðins ramma.

Samskipti, vinátta og félagsleg færni, sjálfstjórn og sjálfstæði svo og lýðræði og jafnrétti eru dæmi um þætti í námskrá Hjallastefnunnar sem metnir eru að veðleikum til jafns við aðrar hefðbondnari námsgreinar eða þroskaþætti.

Skólafötin aðstoða okkur líka: Þegar börnin eru í skólafötum þá tökum við frekar eftir þeim sjálfum frekar en fötunum sem þau klæðast. Samkeppni og metingur milli barnanna minnkar stórlega en fyrst og síðast er það gleðiefni að geta boðið uppá vandaðan

Kynjanámskrá Hjallastefnunnar vinnur markvisst gegn einelti þar sem einstaklingseiginleikar og þættir eru æfðir ásamt félagslegum eiginleikum. Til þess að gera langa sögu stutt þá æfum við okkur í góðum samskiptum sem miða að hreynskiptni og jákvæðni. Með því viljum við koma í veg fyrir einelti og stuðla að farsælum samskiptum í stað þess að vinna einungis í eineltismálum eftir að skaðinn er skeður.

Til gamans má geta að gerð var könnun í grunnskólum Reykjavíkurborgar og var Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík eini skólinn þar sem ekki var mælanlegt einelti.

Komi upp eineltisaðstæður í skólanum er teymi til staðar og unnið á málinu í samstarfi við foreldra, börn og starfsfólk.

© 2016 - Karellen