Innskráning í Karellen

Orð dagsins – allt árið um kring


Markmiðið með verkefninu er að efla orðaforða barna af erlendum uppruna, þá sérstaklega
þeirra erlendu barna sem hafa engan eða mjög fátæklegan íslenskan orðaforða. Öll börnin í
leikskólanum njóta góðs af.

orð dagsins - ársyfirlit.pdf

Eitt orð/hugtak er tekið fyrir daglega, fjóra daga í viku, á föstudögum er upprifjun á orðum vikunnar. Orðin ásamt myndum eru hengd upp í fataklefa og send heim í vikupósti. Foreldrar kynna sér orð dagsins með barninu þegar barnið mætir í leikskólann eða í lok dags. Til gamans má geta að foreldrar hafa nefnt að þetta sé einnig íslenskukennsla fyrir þá.


Það er hlutverk kennarans að sýna myndina og kynna orðið fyrir börnunum í fjölbreyttu samhengi og endurtaka orðið í daglegu starfi. Það er einnig á ábyrgð kennarans að hvetja foreldra og börn til þess að skoða Orð dagsins.

Orð dagsins og Læsis og stærðfræði áætlun Vallar fylgjast að.


Verkefnið unnu Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar á Velli og Magdalena Maria Gwozdziewska talmeinafræðingur á Velli, við vinnuna var m.a. stuðst við Orðaforðalisti Menntamálastofnunar.


© 2016 - Karellen