Innskráning í Karellen
news

Hegðun er lotulykill vikunnar

04. 09. 2023

Sæl kæru vinir

Við byrjum hress og kát nýja viku. Þá er önnur vika í Agalotunni okkar hafin og er lotulykill/orð vikunnar í kynjanámskránni orðið ,,hegðun‘‘. Það er góð undirstaða fyrir lífið. Mikilvægt er að börnin læri á umhverfi sitt, helstu hegðunarreglur og læri góðan samskiptamáta. Hér í skólanum er þetta m.a. gert til þess að starf vetrarins geti verið friðsælt, árangursríkt og ánægjulegt fyrir alla. R-reglurnar okkar (röð-regla-rútína) verða áfram í hávegum hafðar hjá okkur á öllum sviðum og þess ber að geta að þær stuðla að ró , öryggi og aga.

Í orðaforðakennslu þessa vikuna ætlum við að leggja áherslu á ýmislegt sem tengist líkamanum. Stafur/hljóð vikunnar er ,,M’’ og tákn vikunnar eru táknin ,,auga’’ og ,,nef’’. Þula vikunnar er þulan um líkamann og þulan um fingurna. Söngvar vikunnar er ,, Hreyfa litla fingur’’, ,,Þumalfingur’’ og ,,Ég ætla að syngja’’.

Eigið dásamlega viku.

news

Hegðun er lotulykill vikunnar

04. 09. 2023

Sæl kæru vinir

Við byrjum hress og kát nýja viku. Þá er önnur vika í Agalotunni okkar hafin og er lotulykill/orð vikunnar í kynjanámskránni orðið ,,hegðun‘‘. Það er góð undirstaða fyrir lífið. Mikilvægt er að börnin læri á umhverfi sitt, helstu hegðunarreglur og læri góðan samskiptamáta. Hér í skólanum er þetta m.a. gert til þess að starf vetrarins geti verið friðsælt, árangursríkt og ánægjulegt fyrir alla. R-reglurnar okkar (röð-regla-rútína) verða áfram í hávegum hafðar hjá okkur á öllum sviðum og þess ber að geta að þær stuðla að ró , öryggi og aga.

Í orðaforðakennslu þessa vikuna ætlum við að leggja áherslu á ýmislegt sem tengist líkamanum. Stafur/hljóð vikunnar er ,,M’’ og tákn vikunnar eru táknin ,,auga’’ og ,,nef’’. Þula vikunnar er þulan um líkamann og þulan um fingurna. Söngvar vikunnar er ,, Hreyfa litla fingur’’, ,,Þumalfingur’’ og ,,Ég ætla að syngja’’.

Eigið dásamlega viku.

© 2016 - Karellen