Innskráning í Karellen
news

Frumkvöðlavika á Velli

06. 05. 2024

Sæl veriði á þessum fallega mánudegi.

Í dag hefst frumkvöðlavika á Velli en það er uppskeruvika Áræðnilotu. Þá rifjum við upp og búum til skemmtileg verkefni tengt kjark, kraft, virkni og frumkvæði. Tekið skal fram að Áræðnilotan er síðasta lotan í kynjanámskrá Hjallastefnunnar og er ætlað að reka smiðshöggið á heildarstarf vetrarins hvað varðar persónuþroska, bæði í einstaklings- og félagslegu tilliti og skilning barnanna á fjölþættum eiginleikum og mannlegri hæfni.

Í hljóðainnlögninni leggjum við inn hljóðið ,,hj’’. Í viðbót við þetta verða hefðbundnar æfingar, verkefni, gleði og söngur og allt í gegnum leikinn.

Eigið góða viku kæru vinir

© 2016 - Karellen