Innskráning í Karellen
news

Framkomuvika

26. 09. 2022

Heil og sæl kæru vinir

Þessi vika heitir framkomuvika og er uppskeruvika þar sem við fögnum árangri sem náðst hefur í agalotunni okkar sem staðið hefur yfir síðastliðnu fjórar vikurnar. Við höfum gert hinar ýmsu agaæfingar sem þjálfa börn í að hlusta og skilja fyrirmæli. Agalotan er félagslega miðuð lota og því einblínt á hæfni hvers og eins til að fylgja reglum heildarinnar og hvaða færni þarf til að ganga vel í samvinnu og samveru með öðru fólki. Við ætlum einnig að rifja upp þá þætti sem við höfum verið að æfa í Læsis- og stærðfræðiáætluninni okkar.

Við höldum áfram með hljóð/staf vikunnar og er það að þessu sinni ,,D’’ sem fær athygli þessa vikuna.

Hér fyrir neðan er slóð á lag með hljóði vikunnar (D).

https://www.youtube.com/watch?v=7AnE4MOX5Zo

Eigið dásamlega viku.

© 2016 - Karellen