news

Frumkvæði er orð vikunnar

19. 04. 2021

Sæl veriði kæru vinir.

Okkar á Velli býður skemmtileg vika með fullt af æfingum, verkefnum, söngvum og gleði úti jafnt sem inni. Við erum enn í Áræðnilotunni þar sem við höfum unnið undanfarnar vikur með kraftinn, kjarkinn, virknina og nú þessa vikuna orðið "frumkvæði". Við styrkjum frumkvæði barnanna og fjöllum um þetta orð vitsmunalega og verklega, um möguleika nemendana til að hafa áhrif á umhverfi sitt með nýjum hugmyndum sem og nýjum lausnum.

Í orðaforðakennslunni þessa vikuna er lögð áhersla á afstöðuhugtök. Dæmi um afstöðuhugtök er fyrir framan, fyrir aftan, undir og við hliðina. Hljóð vikunnar er ,,Ei/Ey’’ og tákn vikunnar í Tákn með tali er ,,fyrir framan’’ og ,,fyrir aftan’’. Þula vikunnar er ,,Maður og mús’’ og söngvar vikunnar eru ,,Stafrófið’’ og ,,Ein stutt-ein löng’’.

Við viljum minna foreldra á að leikskólinn verður lokaður fimmtudaginn 22. apríl (Sumardagurinn fyrsti) sem og föstudaginn 23. apríl vegna starfsdags kennara.

Við vonum að þið eigið dásamlega viku framundan.

© 2016 - Karellen