Innskráning í Karellen
news

Lestrarátak á Velli

04. 10. 2022

Þann 8. september s.l. var alþjóðlegur dagur læsis og bókasafns. Af því tilefni var ákveðið að setja lestrarátak af stað hér á Velli sem stóð yfir út september. Tilgangurinn var að vekja foreldra til umhugsunar um mikilvægi lesturs til að efla meðal annars málþroska barnanna og auka ánægjustundir foreldra með börnum sínum. Foreldrar og börn voru hvött til að lesa heima að minnsta kosti eina bók á dag. Börnin fengu svo miða í leikskólanum sem foreldrar fylltu út með heiti bókarinnar og nafni barnsins. Úr miðunum var útbúinn bókaormur í leikskólanum sem stækkaði og stækkaði. Það er gaman að segja frá því að alls voru bækurnar sem voru lesnar í lestrarátakinu 401 sem er virkilega vel gert. Dásamlegt var að sjá áhugann á verkefninu hjá bæði börnum og foreldrum.

© 2016 - Karellen