Innskráning í Karellen
news

Tjáningarvika/uppskeruvika

31. 10. 2022

Komið þið sæl og blessuð kæru vinir.

Í síðustu vikum í sjálfstæðislotunni hafa orðin sjálfstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning verið í hávegi höfð. Öll þessi orð eru svo gríðarlega mikilvæg til þess að styrkja sjálfsvitund og sjálfstraust barna í daglegu lífi. Við munum ljúka sjálfstæðislotunni þessa vikuna með Tjáningarviku (þó svo að sjálfsögðu æfum við hinar ýmsu sjálfstæðis- og sjálfstyrkingaæfingar allt skólaárið). Þá uppskerum við það sem við höfum unnið að undanfarnar vikur bæði tengt kynjanámskránni sem og í Læsis- og stærðfræðiáætluninni okkar. Í þessum opnu vikum kennir oft margra grasa, með leikjum, söngvum, listaverkasýningum og margt fleira. Hljóð vikunnar heldur sínum sessi og þessa vikuna ætlum við að leggja áherslu á ,,H’’.

Hér fyrir neðan er slóð á lag með hljóði vikunnar (H).

https://www.youtube.com/watch?v=lNyOQ1IO0VI

Eigið dásamlega viku kæru vinir.

© 2016 - Karellen