Innskráning í Karellen
news

Víðsýni er orð vikunnar

20. 11. 2023

Góðan daginn kæru vinir

Núna hefst þriðja vikan í Samskiptalotunni okkar. Orð vikunnar er orðið "Víðsýni". Það er afskaplega skemmtilegt og fræðandi orð að læra. Til að útskýra það er gott að benda á að allt nám eykur víðsýni. Víðsýni þroskar gagnrýna hugsun og með víðsýni er leitast við að sjá mismunandi sjónarmið og leita lausna. Víðsýnt viðhorf hægir líka á tímanum og kennir okkur að njóta augnabliksins og kapphlaup við tímann rennur sitt skeið. Þetta er m.a. sem við leggjum upp með að nemendurnir okkar tileinki sér.

Í orðaforða kennslunni leggjum við áherslu á fjölda, t.d. eins og einn, tveir, þrír, fjórir, allir, enginn og mikið. Hljóð/stafur vikunnar er ,,L’’ og í tákni með tali eru táknin ,,enginn’’ og ,,margir’’. Þula vikunnar er ,,talnaþula’’ og söngur vikunnar er ,, Einn og tveir og þrír, fjórir, fimm og sex’’. Vinna með ýmsa þætti hljóðkerfisvitundar (rím, fornöfn, afstöðuhugtök, margræð orð....) heldur áfram sem og vinna með stafina (stafainnlögn) hjá okkar elstu nemendum. Mikið fjör og mikið gaman.

Hér fyrir neðan er slóð á lag með hljóði vikunnar (L).


Eigið dásamlegu viku kæru vinir því það ætlum við að gera.

© 2016 - Karellen